Fjallskilaboð fyrir Þverárhrepp hinn forna 2018

Fjallskilaboð fyrir Þverárhrepp hinn forna 2018

FJALLSKILABOÐ

fyrir Þverárhrepp hinn forna, haustið 2018

 

 

Laugardaginn 8. september 2018 skulu fara fram göngur og önnur fjallskil í Þverárhreppi hinum forna, svo sem hér segir:

TUNGUNA:

 

Leiti 4 menn:             2 frá Elmari Tjörn, 2 frá Baldri Saurbæ og sé Baldur þar gangnastjóri.

 

ÚTFJALLIÐ OFAN VIÐ BRÚN:

 

Leiti 8 menn:             1 frá Hanný og Ástmundi Sæbóli,1 frá Tomma og Stellu Tjörn, 1 frá Viðari N-Þverá, 1 frá  Báru Hólum, 1 frá Jóni Katadal, 1 frá Guðmundi í Krossanesi, 1 frá Guðmanni Harastöðum, 1 frá Halldóri Súluvöllum og sé Halldór þar gangnastjóri

                                                                 

                                                           ÚFJALLI Ð AUSTANVERT:

Leiti 6 menn:

                                    1 frá Ingibjörgu Geirsdóttir E-Þverá,  1 frá Valdimar Kistu, 2 frá Viðari N-Þverá, 2 frá Birni Bjarghúsum .

                                    1 frá Gunnari og Kristbjörgu Þorfinnstöðum og sé Ingi frá Bjarghúsum              þar gangnastjóri

                                     Efsti maður á útfjallið austanvert gangi vestan við Ægissíðuskál fram brúnir ofan við Kistu og niður á milli fjalla sunnan við Hóla.

 

FRAMFJALLIÐ:

 

Leiti 15 menn:           5 frá Jóni og Ingveldi  Böðvarshólum, 4 frá Kristjáni Breiðabólsstað,

1 frá Guðmundi Jóhannessyni,  1 frá Eggerti Klömbrum, 2 frá Birni Bjarghúsum , 2 frá Tryggva Hvoli og sé Tryggvi þar gangnastjóri.

 

ÞVERÁRGIL, KAMBAR:

 

Leiti 2 menn:             2 frá Kristjáni Breiðabólsstað.

 

KVÍYNDIÐ:

 

Leiti 4 menn:             2 frá Halldóri Svanssyni Efri Þverá. 2 frá Viðari N-Þverá og sé Viðar þar gangnastjóri.

AFRÉTTARDALI:

 

Leiti 3 menn:             3 frá Lofti Ásbjarnarstöðum og sjái  Loftur um starfið.

 

ÁSABÆI:

Leiti 5 menn:             1 frá Guðmanni Harastöðum 2 frá Viðari        

                                    Neðri-Þverá, 2 frá Birni Bjarghúsum , 1 frá Gunnari og Kristbjörgu Þorfinnstöðum,og sé Viðar þar gangnastjóri.

                Og ákveði gangnastjóri í samráði við hlutaðeigandi hvenær

                                     smölun fari fram.

 

 

 

 

FYRIRSTAÐA:

 

Við Þverárbrú:          2 frá Viðari N-Þverá.

Fyrirstaða við Þverárbrú, varni rennsli búfjár austur um.

 

 

 

ÖNNUR RÉTTARSTÖRF:

 

Marklýsing og          

Töfludráttur:             Viðar Neðri-Þverá og Halldór  Súluvöllum.

Réttarstjórn:              Viðar Neðri-Þverá

Hamarsrétt:               Auðbjörg Kristín Magnúsdóttir er  falin umsjón.

 

GANGNAMAT 2018

 

Göngur í fjalli.            kr.  5.000,-

Göngur á Ásabæi        kr   2.800,-                 Töfludráttur og                      

Réttarstjórn                 kr.  5.000,-                 Marklýsing                  kr.       1200,-

Gangnastjórn               kr.  2.500,-                 Fyrirstaða                    kr.       1700,-

Gjald á kind    60/-.

Gjald á hross   120/-.

Gjald á hvert þúsund landverðs  12/-.

 

®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®

 

            Ákveðið er að rétta sama dag og gengið er. Fari svo að veður hamli göngum, þennan tiltekna dag, skal þeim frestað með samráði gangnastjóra.

 

            Gangnastjórar skulu hafa samráð um hvenær göngur hefjist um morguninn og stjórna sameiginlega innrekstri fjárins í safngirðinguna og má enginn gangnamaður yfirgefa safnið án leyfis, fyrr en því er lokið.

 

            Gangnamenn skulu gæta þess, að smala í samhliða línu, eftir því sem tök eru á og fara ekki langt á undan þeim sem verða fyrir töfum.

 

         Auk réttarstjórnar í fjár og hrossaréttum, fylgist réttarstjóri með og sjái um sundurdrátt á fénaði, sem til skila kann að koma í Þverárrétt síðar á haustinu.

 

            Þeir sem ekki inna þau störf af hendi, sem á þá eru lögð, skv. framanrituðu, án löglegra forfalla, greiði þau sbr. reglugerð.

 

            Fé sem kemur fyrir í Þverárrétt utan varnarlínu Vatnsneshólfs, skal farga sem línubrjótum.

 

 

 

 

 

 

HROSSASMÖLUN:2018

 

            Ákveðið er, að skilarétt á hrossum verði laugardaginn 29. September nk (síðasta laugardag í september) og hefjist kl. 12:30.  Ókunnum hrossum sem  kunna að koma fyrir á bæjum í smalamennsku fyrir réttirnar, sé komið í Þverárrétt.

            Ennfremur er bændum heimilt að reka hross sín þann dag í réttina, til sundurdráttar og sýnis, eins og verið hefur.

 

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?