Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir laust starf í skólaþjónustu og almennri félagsþjónustu. Starfshlutfall er 75% með starfsstöð á Hvammstanga.
Um er að ræða fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi og hluti starfsins er viðvera og ráðgjöf í skólum Húnaþings vestra. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og færni til að vinna með börnum.
Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag sem leggur metnað í að veita góða persónumiðaða þjónustu.
Helstu verkefni eru:
- Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna í skóla- og félagsþjónustu sem og málefni fatlaðra.
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustustofnunum vegna málefna barna og fjölskyldna þeirra.
- Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum.
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi með skólum, heilbrigðisstofnunum, lögreglu og öðrum sem koma að málefnum barna og fjölskyldna þeirra.
- Önnur verkefni sem sviðsstjóri felur viðkomandi og falla undir sviðið.
Menntun:
- Starfsréttindi félagsráðgjafa.
- Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2022 og umsóknir berist á netfangið siggi@hunathing.is
Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Þór Ágústsson, siggi@hunathing.is eða í síma 4552900.