Fjölskyldusvið óskar eftir tengiráðgjafa í 20-30% tímabundið starf

Fjölskyldusvið óskar eftir tengiráðgjafa í 20-30% tímabundið starf

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í tímabundið hlutastarf tengiráðgjafa á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Við leitum að aðila með brennandi áhuga á að starfa með viðkvæmum hópum og ýta undir velferð þeirra og vellíðan. Um er að ræða 20-30% starf frá 1. janúar 2025 – 31. desember 2025. Samkomulag er um hvernig vikulegri viðveru verður háttað.

Tengiráðgjafi vinnur að verkefnum sem stuðla að virkni og vellíðan fólks til að vinna gegn einmanaleika og félagslegri einangrun. Um er að ræða tækifæri fyrir öflugan einstakling til að móta nýja þjónustu auk þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun.

Nánari upplýsingar hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?