Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns safna í sveitarfélaginu sem er fullt starf.
Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi safna sveitarfélagsins, bókasafni, héraðsskjalasafni, byggðasafni og fjarvinnslustofu, þjónustu þess og samstarfi við aðila innan og utan sveitarfélagsins. Safnamál heyrir undir fjármála- og stjórnsýslusvið sveitarfélagsins.
Starfssvið:
- Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri safna
- Ábyrgð á áframhaldandi uppbyggingu safnkosts þannig að hann styðji sem best við starfsemi safnanna.
- Yfirumsjón með stafrænum tímaritakosti bókasafnsins og öðrum gagnasöfnum
- Yfirumsjón og utanumhald um notkun og þróun á skjalastjórnunarkerfa í samstarfi við sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
- Viðhald og þróun á þeim hluta heimasíðu sveitarfélagsins sem varðar söfnin.
Menntun og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í safnafræði, meistarapróf og önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af skjalavörslu
- Starfið gerir kröfu á stjórnunarhæfni og góða samstarfshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, hæfni í mannlegum samskiptum og ábyrgðarkennd.
- Mjög góð íslensku og enskukunnátta.
Miðað er við að nýr forstöðumaður geti hafið störf sem allra fyrst. Búseta í Húnaþingi vestra er mjög æskileg. Upplýsingar um starfið gefur sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og umsóknir skulu sendar til hennar í pósti eða á netfangið gudrun@hunathing.is
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2015.