Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Í sumar og haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Húnaþings vestra í Víðidal.  Verklegum framkvæmdum þessa árs er nú að mestu lokið og hleypt verður á stofnlögn fimmtudaginn 15. desember nk. 

Um er að ræða hitaveitulögn frá Gauksmýri að Lækjamóti, ásamt leggjum að Sporði, Hrísum, Galtarnesi og Bakka. Út frá stofnlögn geta 9 bæir tengst veitunni en í næsta áfanga verður hleypt á legg að Bakka og eiga þá allir bæir á þeirri leið að geta tengst.

Um 96 gráðu heitt vatn kemur úr borholu í landi Syðri Reykja og er því nú dælt um Miðfjörð, til Hvammstanga, Línakradal og Víðidals.

Samhliða lagningu dreifikerfis hitaveitu var lagður ljósleiðari í öll hús sem tengjast hitaveitunni. Tengivinna mun fara fram á fyrri hluta næsta árs og stefnt er að því að allir bæir á leiðinni geti tengst fyrir apríl lok 2017.

Hitaveita Húnaþing vestra vill þakka íbúum fyrir mjög góða samvinnu við uppbyggingu veitunnar og óskar íbúum þess hluta Víðidals sem hitaveitan nær til,  til hamingju með heita vatnið.

Rekstrarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?