Frá sveitarstjóra vegna samkomubanns

Frá sveitarstjóra vegna samkomubanns

 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að sett yrði á samkomubann frá og með miðnætti 15. mars.

Skólahald verður þá með breyttu sniði, framhalds- og háskólum verður lokað og fjarkennsla útfærð.

Starf leik- og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ekki hafa verið gefin út. Við bíðum átekta þangað til frekari fyrirmæli berast.

Rétt er að taka það fram að enn hefur ekkert smit verið staðfest á Norðurlandi.

Mikilvægt er að við höldum ró okkar og  fylgjum vel fyrirmælum Embætti landlæknis og Almannavarna.  Með því leggjum við okkar af mörkum.

Frekari fréttir og útfærsla á opnun skólastofnana verður birt hér á heimasíðu sveitarfélagsins.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?