Heimilissorp verður hirt á Hvammstanga og Laugarbakka í dag 17. desember, næstu sorphreinsunardagar verða 27. desember og 7. janúar.
Í dreifbýli verður heimilissorp hirt 20. - 21. desember, næstu sorphreinsunardagar verða 2. - 3. janúar og 14. - 15. janúar.
Minnum á opnunartíma Hirðu sem er:
miðvikudaga og föstudaga frá kl. 14:00-17:00
og Laugardaga frá kl. 11:00-15:00. Lokað á hátíðisdögum.
Á opnunartíma Hirðu geta íbúar komið með umfram úrgang frá heimilum sínum, ekkert þarf að greiða fyrir úrgang sem getur talist falla til við almennan heimilisrekstur.
Stærri farma af flokkuðum umbúðum sem ætlaðar eru til endurvinnslu, er einnig gott að koma með á opnunartíma.
Aðeins hefur borið á því að umbúðir sem koma í lúgurnar eru ekki samanbrotnar, t.d stórir pappakassar sem getur orðið til þess að hirslurnar fyrir innan lúgurnar fyllast á augabragði, íbúar eru beðnir að hafa þetta í huga.
það stendur nú yfir vinna við að stækka hirslurnar fyrir innan lúgurnar, sem vonandi verður til þess að íbúar þurfi ekki að koma að yfirfullum hirslum.
Ef allir leggjast á eitt, þá ætti að vera hægt að leysa þetta verkefni farsællega :)
Umhverfisstjóri óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar og gleði á nýju ári. Með kærri þökk fyrir árið sem nú er að kveðja.