Fræðsla um ofbeldi og stuðningsúrræði við heimilisofbeldi

Ásdís Ýr forvarnarfulltrúi hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra hélt erindi á fundinum.
Ásdís Ýr forvarnarfulltrúi hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra hélt erindi á fundinum.

Á dögunum var haldinn fundur í Félagsheimilinu Hvammstanga þar sem fjallað var um mismunandi birtingarmyndir heimilisofbeldis, eðli ofbeldissambanda, einkenni og möguleg stuðningsúrræði fyrir þolendur. Var fundurinn ætlaður konum/kvárum í Húnaþingi vestra. Góður rómur var gerður að fræðslunni og spunnust miklar umræður í kjölfar hennar um þetta mikilvæga málefni. 

Fundurinn var haldinn í samstarfi samstarfi Félagsþjónustu Húnaþings vestra, Kvennabandsins, Lögreglunnar og SSNV sem hluti af vitundarvakningu þessara aðila um heimilisofbeldi. Haldin verða sambærileg erindi fyrir fleiri hópa á næstunni. 

Við bendum á að lögreglan og félagsþjónustan eru alltaf til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda, bæði til að hlusta og veita stuðning.

Sé þörf á tafarlausri aðstoð þá skal ávallt hringja í 112. Fyrir stuðning, spjall eða vangaveltur er hægt að hafa beint samband við Ásdísi Ýr hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í síma 444-0726 eða fjölskyldusvið Húnaþings vestra í síma 455-2400.

Miklar gagnlegar upplýsingar komu fram á fundinum, m.a. annars einkenni þeirra sem búa við og beita ofbeldi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?