Fræðslu- og velferðarsvið Húnaþings vestra auglýsir eftirfarandi störf til umsóknar

Grunnskóli Húnaþings vestra:

Grunnskólakennara í 100% starf frá 1. ágúst(afleysing til eins árs). Kennslugreinar danska og náttúrufræði.

Tvo stuðningsfulltrúa á miðstigi og skólaliða frá 15. ágúst. Möguleiki á samþættingu starfa þannig að úr verði tvö heil stöðugildi (tímabundið til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu).

Umsækjendur þurfa að hafa eftirfarandi þætti til að bera:

Grunnskólakennaramenntun er æskileg.

Áhuga á þverfaglegri teymisvinnu með nemandann að leiðarljósi.

Frumkvæði og sjálfstæði

Góða samstarfs-og skipulagshæfileika

Framundan er spennandi þróunarvinna þar sem mikil áhersla er á þverfaglegri teymisvinnu með nemandann að leiðarljósi.

Upplýsingar um skólastarfið má finna á www.skolatorg.is/kerfi/hunathingvestra/skoli/. Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri í símum 4552911 og 8625466

Var efnið á síðunni hjálplegt?