Framkvæmdir við íþróttamiðstöðina ganga vel. Lagning á parketi er á áætlun en um þriðjungur af parketinu er nú þegar komið á. Þá eru framkvæmdir við viðbyggingu vestan við íþróttahúsið hafnar. Verið er að moka fyrir nýjum lögnum og heitavatnsinntakið verður fært. Framkvæmdirnar orsökuðu lokun á sundlaugasvæði og því var ákveðið að nýta tíman og setja öryggishurðir fyrir sjúkrabörur inn í búningsklefana en ekki var hægt að koma sjúkrabörum inn í búningsklefa ef slys bar að höndum.
Einnig er tíminn notaður til að taka allt útisvæðið sundlaugarinnar í gegn. Sundlaugin, pottar og búnaður eru tæmdir, þrifnir og yfirfarinn af starfsfólki sundlaugarinnar og starfsfólki áhaldahússins. Ný blöndunartæki sett upp og ýmislegt annað lagfært. Þá verið að mála grindverkið
þetta eru spennandi tímar og gaman að fylgjast með framkvæmdunum. Starfsmenn íþróttamiðstöðvar vilja nota tækifæri og þakka skilning og þolinmæði allra íbúa, kennara, nemenda og annarra gesta íþróttarmiðstöðvar.
Sjá eldri frétt af framkvæmdum hér
Sjá frétt um lokun sundlaugar - áætlað að opni aftur á miðvikudag.