Tónlistarskóli Húnaþings vestra
Fréttabréf apríl 2015.
Tónlistarskólinn er að ljúka 46. starfsári sínu.
Kennarar við skólann þetta starfsár eru auk skólastjóra sem er Elinborg Sigurgeirsdóttir.
Guðmundur Hólmar Jónsson Kristín Kristjánsdóttir
Ólafur Einar Rúnarsson Pálína Fanney Skúladóttir
Ólöf Pálsdóttir Páll Eyjólfsson
Tónlistarskólinn var með tónleikaröð í Grunn- og leikskólanum Borðeyri og í Félagsheimilinu á Hvammstanga í byrjun mars.
Í söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra mynduðu eftirtaldir nemendur tónlistaskólans hljómsveit:
Dagur Smári Kárason, Arnar Freyr Geirsson og Jón Ómar Hannesson auk Hjartar Gylfa Geirssonar fyrrum nemanda. Þeir voru undir stjórn Guðmundar Hólmars Jónssonar. Á æskulýðsdaginn 1. mars kom fram samspilshópur yngri nemenda í Hvammstangakirkju undir stjórn Guðmundar Hólmars.
Kristín Kristjánsdóttir hefur annast samspil á blokkflautur og önmnur blásturshljóðfæri.
Ólafur E. Rúnarsson hefur annast strengjasamspil.
Pálína Fanney Skúladóttir stofnaði barnakór í vetur og mun hann koma fram ásamt öðrum kórum í Byggðasafninu á Reykjum síðasta vetrardag 22. apríl.
Næstkomandi vetur munu Daníel Geir Sigurðsson trompet- og bassaleikari og unnusta hans Ellinore Anderssen lágfiðluleikari bætast við þann kennarahóp sem fyrir er, og starfa við tónlistarskólann í Húnaþingi vestra. Ellinore er að útskrifast í apríl með kennaramenntun frá tónlistarháskóla í Svíþjóð.
Það er von mín að endurvekja megi blásarasveit við tónlistarskólann og fjölga strengjanemendum með tilkomu þeirra.
Stefnt er að því að hafa tónlistarkynningar í leikskólanum Ásgarði í hverri viku n.k. vetur, þar sem nemendum stendur til boða að kynnst nokkrum gerðum af hljóðfærum. Einnig hvet ég foreldra til að skrá nemendur á leikskólaaldri í tónlistarnám. Reynt verður að kenna nemendum í leikskólanum ef þess verður óskað.
Boðið verður upp á námskeið fyrir fullorðna tvær til þrjár vikur í senn, þar sem hægt verður að nema nýja hluti í hljóðfæraleik eða endurvekja eldri kunnáttu.
Námskeið verður haldið í nótnalestri fyrir kórfólk ef að næg þátttaka fæst.
Pálína Fanney Skúladóttir býður upp á orgelkennslu til viðbótar við aðra tónlistarkennslu hjá tónlistarskólanum.
Foreldrafélag tónlistarskólans hélt páskabingó til fjáröflunnar fyrir skólann 27. mars. Þakkar skólinn þetta framtak og öllum þeim sem stutt hafa skólann í gengnum tíðina.
Vorpróf og vortónleikar verða sem hér segir:
27. - 30. apríl vorpróf 10. bekkjar.
4. maí vorpróf í Leik- og grunnskólanum á Borðeyri og tónleikar kl. 15:00.
6. maí tónleikar 10. bekkinga í Félagsheimilinu á Hvammstanga tónlistarstofu kl. 15:30 (gengið inn undir svölum ).
11. – 15. maí vorpróf á Hvammstanga.
22. maí tónleikar í Félagsheimilinu á Hvammstanga efri hæð kl.15:00 til 16:00 og 16:00 til 17:00.
Starfsfólk Tónlistarskóla Húnaþings vestra þakkar fyrir veturinn og óskar nemendum og öllum öðrum íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumars.
Innritun á haustönn 2015 þarf að vera lokið fyrir 1.maí n.k.
Innritun þarf að vera skrifleg og sendast til skólastjóra tónlistarskólans Fífusundi 9 Hvammstanga.
Einnig er hægt að sækja um á netfanginu borg@simnet.is.
Nánari upplýsingar eru veittar í símum: 451-2660, 451-2456 og 864-2137.
Nafn:nemanda________________________________________________
Námshlutfall: Heill............Hálfur............Netfang:
Heimili______________________________________________________
Kennitala ____________________ Hljóðfæri _________________
Á hljóðfæri_____________ Vantar hljóðfæri__________________
Foreldrar/forráðamenn__________________________________________
Sími _______________GSM___________________
Dagsetning umsóknar _______________________
Nafn:nemanda________________________________________________
Heimili______________________________________________________
Kennitala ____________________ Hljóðfæri _________________
Á hljóðfæri_____________ Vantar hljóðfæri__________________
Foreldrar/forráðamenn__________________________________________
Sími _______________GSM___________________
Dagsetning umsóknar _______________________
Nafn nemanda________________________________________________
Heimili______________________________________________________
Kennitala ____________________ Hljóðfæri _________________
Á hljóðfæri_____________ Vantar hljóðfæri__________________
Foreldrar/forráðamenn__________________________________________
Sími _______________GSM___________________
Dagsetning umsóknar _______________________