Fréttabréf Tónlistarskóla Húnaþings vestra maí 2020.

Fréttabréf Tónlistarskóla Húnaþings vestra maí 2020.

Tónlistarskóli Húnaþings vestra er að ljúka 51. starfsári sínu.  Kennarar við skólann þetta starfsár eru auk skólastjóra Louise Price eru Elinborg Sigurgeirsdóttir,  Guðmundur Hólmar Jónsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ólafur Einar Rúnarsson og Pálína Fanney Skúladóttir

Innritað er í tónlistarnám á haustönn 2020  7. maí -  1. júní.

Umsókn fyrir nýnemendur sendist á eftirfarandi netfang gholmar@gmail.com.

Umsókn þarf að fylgja:

Nafn nemanda, kennitala, námshlutfall, hljóðfæri, heimilisfang, sími, netfang, nafn foreldra/forráðmans og kennitala.  

Nemendur sem eru þegar skráðir í skólann fá sendan póst frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra (School Archive forriti.)

Nánari upplýsingar eru í símum 451-2456 og 771-4951 og louise@hunathing.is

Kennslugreinar eru hljóðfæraleikur og söngur ásamt bóklegum greinum og samspili.

Vorpróf og vortónleikar

Tónlistarskólinn heldur árlega jóla- og vortónleika auk smærri tónleika en því miður hefur það ekki gerst vegna veðurs og COVID-19.

Samt sem áður hafa flestir nemendur haldið áfram að ná góðum árangri og nýtt tíma sinn í einangrun til að æfa meira auk þess sem margir hafa náð árangursríkri kennslu á netinu.

Próf

Sumir nemendur hafa verið að vinna að stigsprófum en vegna veðurs og COVID-19 munu þau frestast  til næsta skólaárs.

Síðasti kennsludagur verður 20. maí 2020.

Starfsfólk Tónlistarskóla Húnaþings vestra óskar nemendum sínum og öðrum íbúum Húnaþings vestra gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.

Innritun á haustönn 2020 þarf að vera lokið fyrir 1. júní n.k.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?