Fréttatilkynning sýslumannsins á Blönduósi

Eftirfarandi breytingar verða á opinberri þjónustu ríkisins í fyrrum Bæjarhreppi:

1. Sýslumaðurinn á Blönduósi tekur við verkefnum sýslumannsins á Hólmavík.
Helstu verkefni eru þessi:
a. Innheimta opinberra gjalda
b. Umboð fyrir Tryggingastofnun ríkisins.
c. Þinglýsingar
d. Sifjamál
e. Dánarbússkipti
f. Aðfararmál
g. Nauðungarsölur
h. Lögræðismál
i. Lögbókandamál
j. Ökuskírteini og vegabréf
k. Ýmis útgáfa leyfa
l. Skráning firma

2. Lögreglustjórinn á Blönduósi tekur við verkefnum lögreglustjórans á Vestfjörðum.
Helstu verkefni eru þessi:
a. Lögreglan á Blönduósi mun sinna eftirliti og útköllum.
b. Rannsóknir lögreglumála og úrvinnsla þeirra færist til lögr. á Blönduósi
c. Ýmis útgáfa leyfa færist til lögr. á Blönduósi.

Fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði milli kl. 13:00 – 15:00 mætir sýslumaður / lögr.stjóri eða löglærður fulltrúi hans í umboðskrifstofu embættisins sem staðsett er að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga.

Helstu upplýsingar um embættið:

Sýslumaðurinn á Blönduósi - Hnjúkabyggð 33 - 540 Blönduós –
Sími 455-2600 - Fax 455-2601 - Netfang blonduos@syslumenn.is
Kennitala 570269-5269 - Banki 0307 - hb. 26 - reikningsnr. 995
Skrifstofan er opin virka daga kl. 09 - 15:00. Símaþjónusta er á sama tíma.

Lögreglan á Blönduósi – Sama stað.
Sími 455-2666 – Fax 455-2667
Frekari upplýsingar um embættið er að finna á heimasíðum þess á: syslumenn.is og logreglan.is.

Blönduósi, 29. desember 2011
Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi

Umsögn sveitarstjórnar Húnaþings vestra um fréttatilkynningu Sýslumannsins á Blönduósi um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra má lesa HÉR.

Var efnið á síðunni hjálplegt?