Fyrsta karfan komin upp í Kirkjuhvammi.
Nú er unnið að uppsetningu á 9 körfu frisbígolfvelli í Kirkjuhvammi en uppsetning hans var ein af hugmyndunum sem fram komu við vinnu starfshóps um íþrótta- og útivistarsvæðið í Hvamminum sem fram fór árið 2021. Með uppsetningu vallarins er Kirkjuhvammur enn frekar styrktur í sessi sem íþrótta- og útivistarsvæði. Körfurnar verða settar upp næstu daga og í framhaldinu snyrt í kringum þær til að auðvelda aðgengi að þeim. Völlurinn verður öllum opinn.
Frisbígolf (stundum kallað folf) er almenningsíþrótt sem leikin er með svipuðum hætti og golf. Í stað golfbolta og -kylfa eru notaðir frisbídiskar sem kastað er í átt að sérsmiðuðum körfum. Eins og í venjulegu golfi er markmiðið að klára hverja braut í sem fæstum köstum. Frisbídisknum er kastað í átt að körfunni og er hvert kast tekið frá þeim stað sem diskurinn lenti síðast. Nánari upplýsingar um frisbígolf má finna hér.
Til viðbótar við körfurnar í Kirkjuhvammi verða settar upp tvær körfur á Bangsatúni. Þær körfur eru gjöf til sveitarfélagsins frá Húnaklúbbnum og eru forsvarsmönnum klúbbsins fræðar bestu þakkir fyrir. Ungmennaráð hefur verið Húnaklúbbnum innan handar með verkefnið og meðlimum ráðsins jafnframt færðar þakkir fyrir áhugann fyrir verkefninu.