Frístundastyrkur 2025

Nú í febrúar samþykktu byggðarráð og sveitarstjórn Húnaþings vestra nýjar reglur um frístundastyrk sveitarfélagsins. Reglurnar byggja á eldri reglum um frístundakort en nú er sú breyting orðin á að ekki eru lengur gefin út kort heldur gefst íbúum kostur á að sækja um styrkinn í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Sem fyrr er markmiðið með styrknum að jafna tækifæri og auka möguleika barna og unglinga í Húnaþingi vestra til að stunda íþróttir og tómstundir ýmis konar. 

Þá hefur sú breyting orðið á að nú gildir styrkurinn fyrir alla á aldrinum 0-18 ára sem eiga lögheimili í Húnaþingi vestra. Upphæð styrks fyrir árið 2025 er 25.000 kr. og gildir hann fyrir almanaksárið en þó skal vera búið að ráðstafa honum fyrir 15. desember ár hvert.

Eins og áður sagði er sótt um styrkinn á eyðublaði í íbúagátt sveitarfélagsins. 

Hér má skoða reglur um frístundastyrk. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?