Fróðlegur fundur um hitamenningu í Víðidal

Þriðjudaginn 8. nóvember sl. var haldinn fundur um hitamenningu í félagsheimilinu Víðihlíð.

Mæting á fundinn var góð og fundarmenn almennt ánægðir með fróðleg og skemmtileg erindi. 

Á fundinn mættu þeir Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og ræddu um orkusparnað og verð á hita- og raforku.  Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra ræddi um einangrun, raka og loftun, neysluvatn og byggingarleyfi vegna breytinga, og Skúli Húnn Hilmarsson rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs fór yfir virkni orkumæla sem verið er að setja upp í sveitarfélaginu í stað rúmmetramæla.

Um miðjan september var borinn út bæklingurinn Hitamenning, bætt húshitun og lækkun hitakostnaðar.  Íbúar Húnaþings vestra eru hvattir til að skoða bæklinginn vel og nota tækifærið til að fara vel yfir hitakerfin hjá sér með hliðsjón af þeim ábendingum sem koma fram í bæklingnum.  

Nota1litil.jpgNota2litil.jpg

Var efnið á síðunni hjálplegt?