Frú Eliza Reid heimsótti Húnaþing vestra

Frú Eliza Reid heimsótti Húnaþing vestra

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra á föstudaginn var en hún var heiðursgestur á brúðuhátiðinni Hipp festival sem haldin var um helgina. Eliza er verndari Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, en Handbendi brúðuleikhús er einmitt handhafi þeirra. Snæddur var hátíðakvöldverður á fimmtudagskvöldið á Sjávarborg en á föstudeginum heimsóttu þær dvalarheimilið, grunnskólann, Selasetrið og Verslunarminjasafnið auk þess að taka þátt í vinnustofu í skuggamyndagerð hjá Handbendi og heimsóknin endaði á leiksýningu í Félagsheimilinu.

Sveitarstjórn færði Elizu að gjöf bók Þórðar Skúlasonar um húsin á Hvammstanga og Eddu húfu, frá Kidka, til minningar um komuna.

Sjá má fleiri myndir og frásögn Elizu á facebook síðu hennar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?