Frumtillögur af umhverfisskipulagi á skólareit

Skipulag skóla-og íþróttasvæðis á Hvammstanga

Vinnuhópur skipaður af sveitarstjórn Húnaþings vestra unnu að tillögu um skipulag við skólamiðstöð Húnaþings vestra. Svæðið afmarkast milli íþróttamiðstöðvarinnar  og leikskólans Ásgarðs.

Nú liggur fyrir frumtillaga að umferðarflæði og staðsetningum svæða. Í vinnuhópnum voru Umhverfisstjóri, Sveitarstjóri, Skólastjóri og Leikskólastjóri. Vinnuhópurinn fékk Arnar Birgi Ólafsson Landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Norðurlands til að forma tillögur hópsins, ásamt því að koma með ábendingar varðandi svæðið.

Tillögurnar má sjá HÉR

Óskað er eftir ábendingum, hugmyndum og athugasemdum, varðandi tillöguna fyrir 1. nóvember n.k. á netfangið skrifstofa@hunathing.is

Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?