Frá fundinum á Hótel Laugarbakka. Mynd: Bogi Kristinsson Magnusen.
Þriðjudaginn 14. mars fór fram kynningarfundur Landsnets á niðurstöðum valkostagreiningar á legu Holtavörðuheiðarlínu 3. Fundurinn var haldinn á Hótel Laugarbakka og var fjölsóttur.
Lagning Holtavörðuheiðarlínu 3 er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og verður línan, 220 kV raflína, hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Meginmarkmið með byggingu hennar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuubyggingu og eðlilegri þróun byggða á landinu.
Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum línunnar. Á fundinum á Hótel Laugarbakka fóru fulltrúar Landsnets yfir niðurstöður valkostagreiningar á legu línunnar eftir vinnufundi sem haldnir voru í janúar og febrúar. Eftir standa þrjár hugsanlegar leiðir og verður nú unnin matslýsing á þeim og í framhaldinu mat á umhverfisárhifum.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsvæði þess á heimasíðu Landsnets. Þar er m.a. að finna kortasjá þar sem valkostir lagnaleiðarinnar eru skýrðir.