Þá er komið að fyrstu tölum úr Sundkeppni sveitarfélaga sem fram fer í Hreyfiviku UMFÍ dagana 23. – 29. maí.
Keppnin fer vel af stað. 39 sveitarfélög eru skráð til leiks í ár sem er aukning um fimm sveitarfélög frá því í fyrra.
Rangárþing Ytra hefur titil að verja. Þar á bæ hófst keppnin stundvíslega kl. 07.00 í gærmorgun og var öllum gestum boðið upp á morgunverð að loknum sundspretti. Í Borgarbyggð var keppninni startað af sveitastjórnunarfulltrúum sem tóku sundsprett með sunddeild Skallagríms. Til viðbótar má nefna að á Hornafirði var yngsti þátttakandinn ekki nema 4 ára en sá stutti synti 50m. Þá verða Bolvíkingar sérstaklega hvattir til sundiðkunar í dag til þess að vinna upp fyrir tapaðan dag í gær.
Hér fyrir neðan má sjá stöðuna eins og hún lítur út um hádegið. Enn vantar tölur frá níu sveitarfélögum en þær vonandi bætast við seinna í dag.
1 Rangárþing Ytra, Hella 39m á hvern íbúa
2 Hrísey 30m á hvern íbúa
3 Rangárþing Eystra, Hvolfsvöllur 25m á hvern íbúa
4 Seyðisfjörður 21m á hvern íbúa
5 Dalvíkurbyggð 21m á hvern íbúa
6 Fjarðabyggð, Eskifjörður 21m á hvern íbúa
7 Húnaþing, Hvammstangi 19m á hvern íbúa
8 Blönduós 14m á hvern íbúa
9 Fjallabyggð 13m á hvern íbúa
10 Ölfus, Þorlákshöfn 13m á hvern íbúa
11 Fljótsdalshérað, Egilsstaðir 11m á hvern íbúa
12 Reykjanesbær 10m á hvern íbúa
13 Snæfellsbær, Ólafsvík 10m á hvern íbúa
14 Borgarbyggð 8m á hvern íbúa
15 Vogar á Vatnsleysu 7m á hvern íbúa
16 Stykkishólmur 6m á hvern íbúa
17 Langanesbyggð 6m á hvern íbúa
18 Hornafjörður 5m á hvern íbúa
19 Hveragerði 5m á hvern íbúa
20 Grundafjörður 3m á hvern íbúa
21 Grindavíkurbær 3m á hvern íbúa
22 Norðurþing, Húsavík 3m á hvern íbúa
23 Akranes 3m á hvern íbúa
24 Garður 3m á hvern íbúa
25 Skagafjörður, Sauðárkrókur 3m á hvern íbúa
26 Garðabær 2m á hvern íbúa
27 Hafnarfjörður 2m á hvern íbúa
28 Akureyri 1m á hvern íbúa
29 Sandgerði 1m á hvern íbúa
30 Grímsnes og Grafningshreppur 1m á hvern íbúa
31 Árborg 1m á hvern íbúa