Hersteinn Snorri Baldursson nemandi í leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi vestra hlaut 2. verðlaun í ritlistarsamkeppninni Að yrkja á íslensku fyrir ljóðið Skipstjórinn sem kennarasambandið efndi til í tilefni Dags leikskólans.
Samkeppnin er liður í vitundavakningu sem Kennarasamband Íslands hratt af af stað á Alþjóðadegi kennara á liðnu hausti. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess
Við óskum Hersteini Snorra til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Skipstjórinn
Einu sinni var skipstjóri
og lét hann alla gera allt í skipinu
en skipstjórinn stýrði bara allan tímann.
Skipstjórinn dó
og flutti upp í skýin
og til Guðs.
Maðurinn sem drap skipstjórann var vondur
og hann fór til helvítis.
Umsögn dómnefndar: Í ljóðinu Skipstjórinn er sögð saga af lífsbaráttu um borð í skipi, kannski fiskitogara sem aflar þjóðartekna. Illvirki er framið og morðingi fær makleg málagjöld. Mynd af himnaríki og helvíti er raunveruleg í huga ljóðmælanda og munur á réttu og röngu afdráttarlaus, ef allt væri svona skýrt í heimi hér væri gaman að lifa. Ískaldur raunveruleiki úr sjávarþorpi.