Hirða flokkunarstöð fyrir úrgang - Lúgur

Hirða flokkunarstöð fyrir úrgang - Lúgur

Fyrirkomulag lúganna á girðingu Hirðu eru nú til endurskoðunnar, en þeim var lokað eins og flestir vita vegna covid-19. 

Meðhöndlun endurvinnsluefnis úr lúgunum er þannig að handtýnt er úr sumum þeirra og er verið að skoða betri útfærslur á því. Eins hefur borið á því að úrgangi sé hent í lúgurnar sem á alls ekki að fara þangað og rýrir því endurvinnslugildi alls efnisins. Við vitum að flestir standa sig með stakri prýði að skila hreinum og flokkuðum endurvinnsluefnum í réttar lúgur og skorum við á hina að bæta sig svo við getum haldið áfram að halda þeim opnum.
Við erum öll í þessu saman :) 

Við hvetjum íbúa og fyrirtæki að koma á opnunartíma Hirðu og nýta sér þá góðu þjónustu sem er þar.

Á opnunartíma Hirðu er hægt að koma með allan úrgang. Tveir stórir pressugámar eru á planinu, annars vegar fyrir plastumbúðir og hins vegar fyrir allan pappa, bylgjupappa og sléttan pappa. Ekki þarf að brjóta saman umbúðir, eins og pappakassa áður en sett er í gámana og því fljótgert að skutla þeim ofan í. Hægt er að keyra upp á rampinn og eru þá gámarnir á vinstri hönd. Það er líka hægt að sleppa því að fara upp á rampinn og keyra vinstra megin við gámana og henda í þá þaðan. Eins er hægt að koma gangandi inn á völlinn.

Vakin er athygli á því að íbúar þurfa ekki að greiða fyrir að koma með endurvinnsluefni eða almennt heimilissorp til Hirðu.

Fyrirtæki greiða fyrir allan úrgang nema endurvinnsluefni sem bera úrvinnslugjald s.s pappa og plast.

Opnunartími Hirðu:

Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14:00-17:00
Laugardaga frá kl. 11:00-15:00

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?