Hirðing gróðurs við lóðamörk

Hirðing gróðurs við lóðamörk

Við minnum íbúa á að snyrta runna og trjágróður við lóðamörk sín. Mikið hefur borist af ábendingum þar sem bent er á að víða vex gróður langt út á gangséttir sem veldur óþægingum og jafnvel hættu fyrir þá sem leið eiga um gangandi, hjólandi og akandi.

Nú þegar skólarnir eru að byrja aftur og mikið af börnum er á ferðinni er mikilvægt að huga að þessu og hvetjum við því lóðarhafa til að bregðast við og snyrta hjá sér gróðurinn.

Samkvæmt Byggingarreglugerð nr. 112/2012 er lóðarhöfum skylt að halda vexti trjáa eða runna innan lóðarmarka.

 

Umhverfissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?