Höfðabraut lokuð vegna framkvæmda

Höfðabraut lokuð vegna framkvæmda

Líkt og íbúar hafa orðið varir við standa yfir framkvæmdir við endurnýjun hitaveitulagna við Veigastíg, norður Höfðabraut og upp Lækjargötu að Hvammstangabraut.

Frá og með mánudeginum 15. júlí nk. verður umferð lokað um Höfðabraut á virkum dögum á milli klukkan 08:00-17:00 fyrir almennri umferð. Íbúum verður þó tryggt aðgengi til og frá svæðinu.

Íbúum og vegfarendum er þökkuð tillitssemin og ítrekað er mikilvægi framkvæmdarinnar til að tryggja afhendingaröryggi á staðnum.

Veitusvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?