Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra fimmtudaginn 12. desember sl. og færði sjóðnum að gjöf kr. 700.000.

Ólöf hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.

Styrktarfjárhæð Ólafar til Velferðarsjóðsins er líkt og undanfarin sjö ár afrakstur sölu umliðins árs og hefur Ólöf styrkt sjóðinn afar myndarlega síðastliðin ár eða kr. 4.700.000 á átta árum.

Stjórn Velferðarsjóðs er bæði hrærð og glöð yfir þessu göfuga framtaki Ólafar og þakklát fyrir þann fallega hug sem býr að baki.

 

Texti m/mynd: F.v. Sigurður Þór Ágústsson, Ólöf Ólafsdóttir, Elísa Ýr Sverrisdóttir og Magnús Magnússon

Var efnið á síðunni hjálplegt?