Hreinsun rotþróa

Hreinsun rotþróa

Árleg hreinsun rotþróa fer fram frá 22. júlí og stendur fram í ágúst. Svæði III Hrútafjörður, Heggstaðanes og Miðfjörður.

Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að hlið séu ólæst. 

Til að hægt sé að fjarlægja seyru úr öllum hólfum rotþróar þarf að lágmarki að vera 10 cm stútar á öllum hólfum hennar. Nauðsynlegt er einnig að merkja staðsetningu rotþróa vel, til dæmis með veifu eða flaggi, til að auðvelda hreinsunarverktaka að finna þær.

 

 Framkvæmda og umhverfissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?