Hreyfivika í Húnaþingi vestra

hreyfivikamynd.png

Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) annað árið í röð. Hreyfivikan í ár verður dagana 23.-29. maí n.k. Tilgangur Hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum þannig að fólk hreyfi sig a.m.k. 30 mínútur á dag.

Einn liður í hreyfivikunni er sundkeppni á milli sveitarfélaga. Árið 2015 tóku 28 sveitarfélög virkan þátt í keppninni og syntu 4.300 einstaklingar samanlagt 4.900 kílómetra sem er álíka langt og frá Íslandi til New York!

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á eyðublað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlaugarinnar, hversu marga metra þú syndir á hverjum degi. Sundæfingar og skólasund telst ekki með. Skráðu þínar ferðir og taktu þátt fyrir þitt sveitarfélag.

Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.

Skipuleggjendur Hreyfivikunnar í Húnaþingi vestra eru íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra í samstarfi við USVH, skóla, stofnanir og ýmsa fleiri aðila sem koma að hreyfingu á einn eða annan hátt.  Í haust er svo stefnt að því að halda forvarnar- og heilsuviku í Húnaþingi vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?