Opið samráð um samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Opið samráð um samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Hugmyndir um samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Í skjölunum hér að neðan má sjá samantekt af fundum með íbúum og nemendum um hugmyndir þeirra um samfélagsmiðstöð. Öllum gefst nú tækifæri til að taka þátt í þessari hugmyndavinnu ef nýjar hugmyndir hafa komið fram, einhver komst ekki á fundinn eða athugasemdir eru við framkomnar hugmyndir og/eða forgang og mikilvægi þeirra. Hægt er að senda inn tillögur, ábendingar og hugmyndir til og með 4. desember 2024 á þessu eyðublaði.

Í kjölfarið mun fjölskyldusvið vinna skýrslu úr hugmyndavinnunni og leggja tillögur fyrir sveitarstjórn og íbúa um næstu skref.

Hugmyndir af íbúafundi.

Hugmyndir af fundi með mið- og unglingastigi.

Hugmyndir af fundi með dreifnámi.

 

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir eða ábendingar um verkefnið á johann@hunathing.is eða siggi@hunathing.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?