Húsin í bænum - Styrkveiting úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra

Húsin í bænum - Styrkveiting úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra

Húnaþing vestra hefur hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til verkefnisins Húsin í bænum. Verkefnið gengur út á að setja upp allt að 10 upplýsingaskilti um sögu valinna húsa í elsta hluta Hvammstanga. Verða upplýsingar á skiltunum byggðar á bókinni Hús og hýbýli á Hvammstanga, Húsaskrá 1898-1972 eftir Þórð Skúlason sem gefin var út af bókaútgáfunni Skriðu árið 2021. Óhætt er að segja að bókin sé stórvirki og geymi ómetanlegar upplýsingar um sögu og þróun Hvammstanga. Þórður Skúlason og bókaútgáfan gáfu góðfúslega leyfi til notkunar á efni bókarinnar og verður haft samráð við Þórð um val á þeim húsum sem skilti verða sett upp um. Texti á skiltunum verður bæði á íslensku og ensku og hugsanlega verður vísað í ítarefni með QR kóðum ef mikið efni er til um viðkomandi hús.

Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið fyrri hluta árs og skilti sett upp í sumar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?