HVAMMSTANGI INTERNATIONAL PUPPETRY FESTIVAL

HVAMMSTANGI INTERNATIONAL PUPPETRY FESTIVAL

Hvammstangi International Puppet Festival er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, Norðurlandi vestra, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Brúðulistahátíðin HIP verður haldin 9. - 11. október, á hátíðinni verður boðið upp á 12 sýningar með listamönnum af 9 þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Meira en 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur. Alla dagskrá hátíðarinnar má nálgast á www.thehipfest.com.

 

Verðlaunaleikhúsið Handbendi Brúðuleikhús stýrir brúðulistahátíðinni HIP á Hvammstanga.

 

Hátíðin er haldin annað hvert ár og býður m.a. upp á:

 

  • Uppfærslur á litlum – miðlungsstórum verkum eftir heimafólk og alþjóðlega listamenn fyrir bæði börn og fullorðna.
  • Lifandi tónlistarviðburði.
  • Masterclass fyrir fagmenn og áhugasama um brúðugerð.
  • Sýningar og smiðjur fyrir börn og fullorðna.
  • Leikbrúðu-stuttmyndir og myndir í fullri lengd.
  • Fyrirlestrar og viðburðir til tengslamyndunar, þar á meðal UNIMA "focus group"

 

Handbendi brúðuleikhús hefur einnig verið með sýningar, viðburði og smiðjur á Íslandi og víðsvegar í heiminum, og öll vinna farið fram í vinnustofu Handbendi brúðuleikhúss á Hvammstanga.

 

Styrktaraðilar HIP eru: RANNÍS, Barnamenningarsjóður, Hótel Laugarbakki, UNIMA Íslands, Sjávarborg, Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og Húnaþing vestra.

 

Meiri upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu hátíðarinnar. thehipfest.com

Var efnið á síðunni hjálplegt?