Þessi hugmyndaríku grunnskólabörn komu í ráðhúsið á Hvammstanga til að ræða við Guðnýju Hrund sveitarstjóra um fyrirhugaða Hrekkjavöku á Hvammstanga sem er þeirra hugmynd!
Guðný Hrund ákvað að styrkja þau með að auglýsa Hrekkjavökuna í fréttablaðinu okkar,Sjónaukanum en til stendur að halda Hrekkjavökuna föstudaginn 31. október n.k. og öllum sem vilja er frjálst að taka þátt.
Börnin ætla að hittast á skólalóðinni á Hvammstanga föstudaginn 31. október klukkan 17:30 í búningum og fara svo í leiðangur um bæinn.
Gott væri að þeir íbúar sem vilja taka þátt í gleðinni myndu skreyta húsin sín og/eða hafa ljósker úti svo börnin viti að þau eru velkomin.
Til foreldra: Við viljum biðja foreldra að passa upp á að börnin þeirra séu sýnileg með tilheyrandi endurskini þar sem farið er að dimma mikið á þessum árstíma!
Fyrir áhugasama um hefðir og sögu Hrekkjavöku má lesa upplýsingar hér.
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5367
Frá vinstri: Sveinn Atli Pétursson, Aron Óli Kárason, Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Júlía Jökulrós Sveinsdóttir ásamt sveitarstjóranum okkar Guðnýju Hrund Karlsdóttir.