Hvernig er sambandið?

Hvernig er sambandið?

Á ársþingi SSNV í apríl 2021 var skipuð samgöngu- og innviðanefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða og uppfæra Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra frá árinu 2019.

Hluti af vinnu nefndarinnar er að skoða raunverulega stöðu fjarskipta á starfssvæðinu líkt og gert var þegar gildandi áætlun var unnin. Staða mála í þéttbýli liggur nokkuð vel fyrir en staða í dreifbýlinu er ekki alveg eins ljós. Fyrirliggjandi eru mælingar Póst- og fjarskiptastofnunar en þær gefa ekki raunsanna mynd af stöðu mála þar sem mælingar þeirra eru gerðar við bestu mögulegu skilyrði á þjóðvegi eða stofn/tengivegi. Oft er það svo að þegar komið er heim að bæjum er staðan allt önnur.

Til að fá betri upplýsingar um raunverulega stöðu fjarskiptamála í dreifbýli hefur nú verið sent út póstkort sem berast á til allra bæja á starfssvæðinu Kortið inniheldur ósk um þátttöku í könnuninni og upplýsingar um hvaða leiðir eru færar til að taka þátt.

Könnunin er rafræn og hægt að komast inn á hana hér.

Fyrir þá sem óska að taka þátt í könnuninni en geta ekki nýtt sér rafrænar lausnir er hægt að hringja í síma 419-4550 og óska eftir að fá könnunina senda á pappírsformi.

Nóg er að eitt svar berist frá hverjum bæ. Það er hins vegar mikilvægt að svör berist frá sem flestum bæjum svo að sú mynd sem upp verður dregin af stöðu fjarskiptamála í dreifbýli á Norðurlandi vestra verði eins rétt og kostur er.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?