Í ljósi alls

Í ljósi alls

Í ljósi alls þá er rétt að árétta að það eru ekki fleiri smit í Húnaþingi vestra en annarstaðar á landinu. Hér búa rúmlega 1200 manns og aðeins 1 greint smit. En rétt er að hafa í huga að í svona litlu samfélagi þá er grunnskólinn stæsti vinnustaðurinn, nemendur kennarar og starfsfólk eru 220 manns, því vegur svona hann mikið í tölfræðinni.

Þegar svona stór vinnustaður fer í sóttkví hefur það mikil áhrif í litlu samfélagi. Foreldrar með ung börn þurfa að vera heima, aðrir mega ekki fara að heiman vegna sóttkvíar. Áhrifanna gætir því víða. En hér leggjast allir á eitt að halda skólastarfi gangandi, frábært starfsfólk grunnskólans hefur unnið hörðum höndum að undirbúa fjarkennslu sem þegar er farin af stað. Við skulum öll fara að tilmælum almannavarna og landlæknis, hvort sem við erum í sóttkví eða ekki. Á vefnum covid.is er að finna ýmsar upplýsingar og vef landlæknis og almannavarna eru allar þær leiðbeiningar sem við eigum að fylgja.

Var efnið á síðunni hjálplegt?