Hvernig vilt þú samfélagmiðstöðina? Taktu þátt í mótun á íbúafundi 17. september kl. 16:30 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Dagskrá má nálgast hér.
Fab Lab - tæknisetur verður hluti af samfélagsmiðstöð:
Hvað er Fab Lab?
Fab Lab er alþjóðlegt net staðbundinna smiðja sem leiða til uppfinninga með því að veita aðgang að búnaði fyrir stafræna framleiðslu.
Hvað felst í Fab Lab?
Kjarnahæfni Fab Lab smiðja gerir fólki kleift að búa til (nánast) hvað sem er. Hún er í sífelldri þróun og stuðlar að því að þekkingu og verkefnum sé deilt.
Hvað býður Fab Lab netið upp á?
Stuðning við starfsemi, fræðslu, tækni, fjármál og ferla umfram það sem ein smiðja getur veitt.
Hverjir geta notað Fab Lab smiðjur?
Fab Lab smiðjur eru samfélagslegir innviðir sem bjóða upp á opið aðgengi fyrir einstaklinga jafnt sem skipulagða starfsemi.
Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér Fab Lab?
Mögulegt er að nýta Fab Lab smiðjur fyrir atvinnulífið við mótun frumgerða og gerjun hugmynda. Slík starfsemi ætti að vaxa út úr smiðjunni fremur en að vaxa innan hennar. Hún ætti ekki raska annarri starfsemi Fab Lab og ætti að gagnast hugvitsfólki, smiðjum, samstarfsneti og vistkerfi nýsköpunar.