Ítrekað rafmagnsleysi í nótt

Ítrekað rafmagnsleysi í nótt

Ítrekað rafmagnsleysi varð í nótt vegna bilunar á milli Hrútatungu og Laugarbakka. Fór rafmagn af í Miðfirði, Hrútafirði, Hvammstanga og Vatnsnesi. Engin tilkynning var á vef RARIK í nótt en í morgun bárust skilaboð um að bilunin hafi verið einangruð og rafmagn komist á aftur um 4:50.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar frá RARIK á þessari stundu en ítrekaðar rafmagnstruflanir á svæðinu eru fyrir löngu orðnar afar hvimleiðar. Kallað hefur verið eftir skýringum frá RARIK vegna þessa og upplýsingum um til hvaða aðgerða verður gripið til að koma í veg fyrir þessar ítrekuðu truflanir.

Ítrekað straumrof gefur haft slæm áhrif á viðkvæm rafmagnstæki og hafa komið upp bilanir hjá fólki í kjölfar straumrofs sem þessa. Sveitarfélagið hefur m.a. orðið fyrir tjóni á dælubúnaði veitna. Í þeim tilfellum sem tjón verður á tækjum er bent á að á vef RARIK er tjónstilkynningareyðublað. Eru þau sem verða fyrir tjóni hvött til að tilkynna það til RARIK og sækja bætur. Eyðublaðið er að að finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?