Kartöflugarður opinn fyrir íbúa og nóg til af rabarbara

Kartöflugarður opinn fyrir íbúa og nóg til af rabarbara

Búið er að útbúa kartöflugarð við gamla ræktunarsvæðið uppi á Ás. Þar er nýbúið að tæta upp gamlan kartöflugarð, sem kominn var undir töluverðan sinuflóka, en beðið lítur samt stórvel út.

Sér fólk sjálft um að setja niður heilbrigt útsæði í hæfilega stóra reiti, plasta ef þarf, afmarka og merkja sín svæði.

Athugið að notkun eiturefna er ekki leyfð!

Takmarkað magn er til úthlutunar og þeir sem hafa áhuga að nýta garðana eru beðnir um að láta vita af sér á skrifstofuna í síma 455-2400 eða á skrifstofa@hunathing.is.

Umgengni og hófleg nýting á svæðinu eru á eigin ábyrgð 😊

Vakin er athygli að leiðin frá jarðvegspitti niður að kartöflugarði er fremur torfær leið og hentar ekki hvaða bílum sem er.

 

Við vekjum síðan athygli á rabarbara sem vex víða á opnum svæðum innan bæjarins. T.d. er slatti af honum milli Garðavegs og Hvammstangabrautar, og viljum við endilega hvetja íbúa að nýta sér hann.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?