Sveitarfélagið Húnaþing vesta er í samstarfi við Gretu Clough og listamanninn Juanjo Ivaldi Zaldívar. Með samstarfi þessara þriggja aðila er ætlunin að gera ljósmyndasýningu sem opnuð verður á Unglist- Eldur í Húnaþingi 2023. Einnig kemur vonandi út bók um konur af erlendum uppruna sem búsettar eru í Húnaþingi vestra. Myndirnar munu sýna á heiðarlegan og fallegan hátt uppruna og venjur kvennanna og fagna framlagi þeirra til fjölmenningar hér í Húnaþingi vestra.
Von okkar er sú að sýningin og bókin muni opna á umræðuna um stöðu erlendra kvenna á svæðinu og upplifun þeirra á íslensku samfélagi. Markmið okkar er að hitta og ljósmynda allar konur af erlendum uppruna sem búa á svæðinu.
Ert þú kona búsett í Húnaþingi vestra en fædd og uppalin erlendis?
Endilega tilkynnið þátttöku eða óskið eftir frekari upplýsingum hjá Gretu Clough á netfanginu handbendi@gmail.com eða hjá Þórunni Ýr Elíasdóttur tengilið Húnaþings vestra á netfangið thorunn.yr@hunathing.is
Meira má sjá um verkefnið hér.