Kynningarfundur í Eyvindarstofu á Blönduósi - Tækifæri á sviði mennta- og menningarmála

Kynningarfundur  í Eyvindarstofu á Blönduósi - Tækifæri á sviði mennta- og menningarmála

Kynningarfundur  í Eyvindarstofu á Blönduósi verður haldinn þann 28. ágúst nk.

 Tækifæri á sviði mennta- og menningarmála verða kynnt stuttlega og fulltrúar áætlana verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.

Evrópuáætlanir:

  • Creative Europe, menningaráætlun Evrópusambandsins og þróunarstyrkir EFTA
  • Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins
  • Nordplus, norræn menntaáætlun

Að auki mun fulltrúi Byggðastofnunar kynna stuttlega styrkjamöguleika Norðurslóðaáætlunar (NPA) og Norræna Atlantssamstarfsins (NORA) og svara spurningum. 

Á fundinum sem haldinn verður í Eyvindarstofu á Blönduósi verður boðið upp á súpu og brauð

Skráning er hér    Athugið að merkja við fund á Blönduósi !

 

FUNDURINN ER HLUTI AF FUNDARFERÐ RANNÍS UM NORÐURLAND, SJÁ HÉR

Var efnið á síðunni hjálplegt?