Lagning hitaveitu í Víðidal 2016

Lagning hitaveitu í Víðidal 2016

Lagning hitaveitu í Víðidal er lokið af hálfu verktaka skv. verksamningi árið 2016.  Síðasta tenging var við veiðihúsið Tjarnarbrekku.  Starfsmenn Húnaþings vestra eru að hefja tengivinnu og er áætlað að því ljúki í lok mánaðar.  Stefnt er að því að hleypa vatni á lögnina í byrjun desember.  Verkið hefur unnist vel, verktaki var á undan áætlun og því lítur út fyrir, ef tíðin heldur áfram að vera hagstæð, að verktaki geti byrjað þá vinnu sem áætluð var árið 2017 og komist áleiðis að Sólbakka. 

Fumvarp frá atvinnuveganefnd um að aukna niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar vegna hitaveituframkvæmda í 16 ár, í stað 12 ára er orðið að lögum.  Þessi breyting skiptir miklu máli fyrir bæði hitaveitu Húnaþings vestra og notendur en endanlegur útreikningur liggur ekki fyrir.  Þessi breyting gæti orðið yrði til þess að greiðslur frá OS dragist um einhverja mánuði en þær koma að lokum.  

 

Vel gengur að innleiða nýja orkumæla og á þeirri vinnu að vera lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs

Var efnið á síðunni hjálplegt?