Umhverfissvið Húnaþings vestra auglýsir lausa til umsóknar tímabundna stöðu umhverfisstjóra, til eins árs með möguleika á framlengingu. Umhverfisstjóri gegnir jafnframt hlutverki garðyrkjustjóra. Starfshlutfall er 100%
Leitað er að öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Starfið heyrir undir sveitarstjóra.
Helstu verkefni:
- Ábyrgð á ásýnd umhverfis í sveitarfélaginu öllu, t.d. með umhirðu gróðurs og stígagerð í samstarfi við rekstrarstjóra
- Ábyrgð á vinnuskóla Húnaþings vestra, skipulagi og utanumhaldi
- Þjálfun og fræðsla flokkstjóra
- Umsjón með umhirðu leiksvæða og grænna svæða í sveitarfélaginu
- Umsjón með verkefnum tengdum náttúru og ferðamannastöðum
- Þekking á umhverfismálum
- Aðkoma og framfylgd stefnumörkunar sveitarfélagsins í umhverfismálum
- Fræðsla og umsjón með úrgangsforvörnum, flokkun og endurvinnslu
- Umsjón með úrgangsmálum sveitarfélagsins ásamt rekstrarstjóra
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Garðyrkju- og/eða umhverfismenntun
- Önnur menntun sem nýtist í starfi
- Þekking á umhverfismálum æskileg
- Reynsla af verkstjórn og/eða verkefnastjórnun og umhirðu grænna svæða
- Mikil samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að vinna í teymi
- Reynsla af stjórnsýslu og stjórnunarstörfum æskileg
- Frumkvæði og sveigjanleiki
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Almenn ökuréttindi
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember. Umsóknir skulu berast á netfangið rjona@hunathing
Umsókn skal fylgja kynningarbréf ásamt náms- og starfsferilskrá.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri á netfanginu rjona@hunathing.is eða í síma 455 2400