Laus störf við Grunnskóla Húnaþings vestra

Laus störf við Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laus eftirfarandi störf:

Framtíðarstörf:

  • Umsjónarkennsla á yngsta stigi, 70% starf til frambúðar.

  • Myndmenntakennari, 70% starf til frambúðar.

  • Stuðningsfulltrúi, 76% starf til frambúðar. Unnið kennsludaga og starfsdaga frá 8:00-14:30 en ekki aðra daga.

Tímabundin störf:

  • Stærðfræði- og umsjónarkennsla á unglingastigi, 100% starf allan veturinn.

  • Íslensku- og umsjónarkennsla á unglingastigi og stærðfræði á miðstigi, 80% starf, allan veturinn.

  • Umsjónar- og samfélagsfræðikennsla á miðstigi, 75% starf til áramóta.

  • Dönskukennsla, 45% starf allan veturinn.

  • Stuðningsfulltrúar vegna tímabundinna verkefna hluta úr vetri eða allan veturinn,80% störf.

Við leitum að einstaklingum/einstaklingi með:

  • Tilskilda menntun og reynslu.

  • Áhuga á að starfa með börnum.

  • Reynslu af starfi með börnum.

  • Lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Skipulagshæfileika.

  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi.

  • Gott vald á íslensku er skilyrði.

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi FG eða Samstöðu og SNS. Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans www.grunnskoli.hunathing.is.

Umsóknarfrestur er til 9. júní 2021. Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælendum skal berast rafrænt á netfangið siggi@skoli.hunathing.is

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri í síma 455-2900 / 862-5466

Var efnið á síðunni hjálplegt?