Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra óskar eftir að ráða tvo starfsmenn.
Æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf um miðjan ágúst 2015.
Um er að ræða eitt 80% frambúðar starf og eitt 60% tímabundið starf.
Lýsing á starfi: Starfið felur í sér allan daglegan rekstur, s.s. öryggisgæslu á útisvæði og búningsklefum, þrif á öllum vistaverum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar, uppgjör, þjónustu við gesti íþróttamiðstöðvar og eftirlit með öryggiskerfum.
Kröfur v/starfs: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Æskilegt er að viðkomandi hafi farið á viðurkennt skyndihjálparnámskeið og hafi tekið sundlaugarvarðarpróf.
Vinnutími: Vaktavinna.
Launakjör: Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Kjalar.
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2015
Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið tanja@hunathing.is eða á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.
Frekari upplýsingar veitir Tanja Ennigarð í síma: 858-1532