Lausar stöður í leikskólanum Ásgarði

Lausar stöður í leikskólanum Ásgarði

Við leikskólann Ásgarð eru lausar stöður:

* 100% staða deildastjóra á yngra stigi leikskólakennari/leiðbeinenda.

* 100% staða deildastjóra á eldra stigi leikskólakennari/leiðbeinenda.

* Þrjár 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinenda.

* 100% staða sem skiptist í leiðbeinanda og ræstingu, sem felur í sér þrif og aðalhreingerningu. Starfið er á dagvinnutíma.

Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum með góða íslenskukunnáttu, áhuga á að vinna með börnum og góða hæfni í mannlegum samskiptum.

* Leyfisbréf, háskólamenntun og/eða aðra menntun

* Áhuga á að starfa með börnum  Lipurð í mannlegum samskiptum

* Fagmennska

*Skipulagshæfileika

*Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi

* Gleði og jákvæðni

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru öll kyn hvött til að sækja um störfin.

Upplýsingar um leikskólastarfið má finna á http://asgardur.leikskolinn.is/

Hugmyndafræði skólans byggir á kenningum Mihaly Csikszentmihalyi, flæði.

Umsóknafrestur er til 10. maí 2021 næstkomandi og þarf viðkomandi að hefja störf 29. júlí 2021.

Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælendum skulu berast í leikskólann Ásgarð Garðavegi 7, 530 Hvt. eða rafrænt á leikskoli@hunathing.is

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 451-2343 / 891- 8264

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.

Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi

Var efnið á síðunni hjálplegt?