Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Tónlistarskóla Húnaþings vestra.

Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Um 100% starf er að ræða með kennsluskyldu. Kennsla í hljóðfæraleik fer fram á grunn-, mið- og framhaldsstigi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veitir tónlistarskólanum faglega forstöðu á sviði tónlistarkennslu
  • Tekur virkan þátt í þróun og skipulagi skólastarfsins og á í samvinnu við sambærilegar stofnanir
  • Stýrir og ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
  • Sinnir kennslu á sínu sviði

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði tónlistar
  • Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi
  • Leiðtogahæfni, metnaður og frumkvæði
  • Áhugi á skólaþróun og nýjungum
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð tölvufærni
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun í opinberri stjórnsýslu æskileg
  •  

Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2022. Umsókn skal berast sveitarstjóra Húnaþings vestra á netfangið rjona@hunathing.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri á netfanginu rjona@hunathing.is eða í síma 455 2400.

Var efnið á síðunni hjálplegt?