Laust starf í þjónustumiðstöð á sviði veitna

Laust starf í þjónustumiðstöð á sviði veitna

Húnaþing vestra óskar eftir að ráða í framtíðarstöðu áhugasaman, jákvæðan og úrræðagóðan vélamann í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins á sviði veitna.

Húnaþing vestra rekur vatnsveitu- og fráveitukerfi á Hvammstanga, Laugarbakka, Borðeyri og Reykjum í Hrútafirði. Hitaveita Húnaþings vestra rekur þrjár borholur sem staðsettar eru á Laugarbakka, Reykjatanga og Borðeyri þaðan sem heitu vatni er veitt um starfssvæði hitaveitunnar.

Starfsmaður veitna sinnir daglegum rekstri dreifikerfis, viðhaldi, endurnýjun og gætir rekstraröryggis allra veitna en þarf einnig að sinna öðrum verkefnum þjónustumiðstöðvar sem til falla.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Reynsla af veitustarfsemi er kostur.
  • Full vinnuvélaréttindi skilyrði.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Rík þjónustulund.

Upphaf starfs er samkvæmt samkomulagi.

Öll áhugasöm sem uppfylla hæfniskröfur, óháð kyni, eru hvött til að sækja um.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Bjarnason rekstrarstjóri í síma 455-2400 og á netfanginu bjorn@hunathing.is

Umsóknum skal skila á netfangið bjorn@hunathing.is fyrir kl. 16:00, 23. janúar nk. Starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi skal fylgja starfsumsókn.

Var efnið á síðunni hjálplegt?