Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og sagnfræðideild Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagnfræði og gera sjö sagnfræðinemar frá rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Fundarstjóri er Harpa Ásmundsdóttir sagnfræðinemi.
Málstofan hefst kl. 14 og eru allir velkomnir og frítt inn.
Átjándu aldar kökur í kaffihléinu.
14:00: Setning
14:10-14:30
Baldur Þór Finnsson: Ríkidæmi Þingeyraklausturs. Óánægður almúgi og innheimta yfirvalda
14:30-14:50
Þórður Vilberg Guðmundsson: Hungurdauði og hallæri í Húnavatnssýslu 1755 -1756
14:50-15:10
Brynhildur L. Ragnarsdóttir: Dauðamein Húnvetninga í Tjarnarsókn 1785 til 1815
Kaffihlé 15:10-15:40
15:40-16:00
Bjarni Þ. Hallfreðsson: Fólk á Vatnsnesi.
Hvernig þróaðist byggð og félagsgerð byggðarinnar á norðanverðu Vatnsnesi á 18.öld?
16:00-16:20
Hafdís Líndal: Byggð og búfé í Vatnsdal
16:20-16:40
Linda Ösp Grétarsdóttir: Sakamál í Húnavatnssýslu á árunum 1756-1760.
Framkvæmd refsinga
16:40-17:00
Þórdís Lilja Þórsdóttir: Blóðskömm í Húnavatnssýslu 1720 – 1806.
Dómar og refsingar fyrir blóðskömm í Húnavatnsýslu