Með sunnudagskaffinu. Fyrirlestur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

sl_nordurland_v-01.jpg

Núna er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlestraröð byggðasafnsins þetta árið. Að þessu sinni mun Sigrún Antonsdóttir koma til okkar og fjalla um Spánverjavígin 1615 á Vestfjörðum. Spánverjar stunduðu um tíma hvalveiðar hér við land við litlar vinsældir Danakonungs. Þann 21. september 1615 fórust Basknesk hvalveiðiskip í ofsaveðri í Reykjafirði á Ströndum. Stuttu síðar voru skipsbrotsmenn myrtir af bændum héraðsins eftir skipun Ara Magnússonar í Ögri. Í fyrirlestrinum mun Sigrún fara yfir sögu þessara atburða.

Sigrún hefur B.A gráðu í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og M.A gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá sama skóla. M.A verkefni hennar var gerð sögusýningar um Spánverjavígin fyrrnefndu, en sýningin er nú uppivið í anddyri byggðasafnsins. Fyrirlesturinn verður haldinn sunnudaginn 10. apríl næstkomandi á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna kl. 14:00. Allir eru velkomnir og verður kaffisala á staðnum.

 

Við minnum á að sýningin  “Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð”er opin á safninu og fjallar um líf og störf kvenna á fyrri tíð.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?