SSNV býður þér að koma á vinnustofu og taka þátt í að móta nýja sóknaráætlun fyrir árin 2025-2029, en afurð vinnustofanna verður notuð við gerð nýrrar áætlunar fyrir Norðurland vestra.
Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir. Í þeim sameinast íbúar um framtíðarsýn, markmið, forgangsröðun verkefna og leiðir til árangurs.
Við stefnum á að eiga góða stund saman þar sem íbúar fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri og hafa þannig áhrif, en samráð við íbúa er einn fjölmargra þátta sem nýttir eru við gerð sóknaráætlunar.
Unnið verður með eftirfarandi stefnuáherslur á vinnustofunum:
- Samstaða, jákvæðni og bjartsýni – Drifkraftur íbúa mótar samfélagið.
- Aukin nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf – Öflugt atvinnulíf styður við lífsgæði á svæðinu.
- Góður staður til að búa á – Blómlegt menningarlíf og fjölskylduvænt samfélag.
- Landshluti í sjálfbærri uppbyggingu – Samfélag í forystu í umhverfismálum.
Fundir verða á eftirtöldum stöðum:
Félagsheimilið á Hvammstanga - 20. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Félagsheimilið á Blönduósi - 21. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Félagsheimilið Ljósheimar í Skagafirði - 22. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Barnahorn verður í boði fyrir börnin á meðan fundum stendur og í lok funda verða grillaðar pylsur. Allir íbúar svæðisins eru velkomnir og frjálst er að mæta á alla fundina og/eða fund sem er ekki í þínu sveitarfélagi.
Við bjóðum íbúa hjartanlega velkomna - skoðun allra skiptir máli.