Eiríkur Steinarsson hefur verið ráðinn í nýtt starf náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meginhlutverk náms- og starfsráðgjafar er að veita nemendum margvíslegan stuðning í námi og er markmið hennar að stuðla að aukinni vellíðan og árangri nemenda.
Helstu viðfangsefni ráðgjafarinnar eru:
- Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni
- Að veita nemendum persónulega ráðgjöf
- Ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar eða sértækra námsörðugleika
- Upplýsingagjöf um námsleiðir og störf til nemenda
- Starfsráðgjöf og ráðgjöf um gerð atvinnuumsókna
- Að efla sjálfsþekkingu nemenda með viðtölum og verkefnum
Fátt mannlegt er náms- og starfsráðgjafanum óviðkomandi. Hann ber virðingu fyrir nemandanum sem persónu og hlustar af athygli. Hann segir þér ekki hvað þú átt að gera en aðstoðar þig við að finna þínar leiðir.
Viðtalsherbergi náms- og starfsráðgjafa er staðsett gegnt skrifstofu skólastjórnenda. Viðtalstímar eru á miðvikudögum frá 13:00 – 14:30 og á fimmtudögum frá 10:00 – 14:30. Náms- og starfsráðgjafi er Eiríkur Steinarsson.
Hægt er panta námsráðgjöf með því að senda beiðni um viðtal á heimasíðu skólans undir flipanum eyðublöð -> námsráðgjöf. Almennar fyrirspurnir má senda á netfangið namsradgjafi@hunathing.is