Námskeið á vegum Leiða til byggðafestu

Hótel Laugarbakki.
Hótel Laugarbakki.

Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst fjölbreytt fræðsla haust og vetur 2024-2025 á vegum verkefnisins Leiðir til byggðafestu. Verkefnið sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefninu. Það er unnið með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Þar er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra.

Fyrsta námskeiðið sem boðið er upp á er Leiðtogafærni í eigin lífi. Um er að ræða leiðtoganámskeið fyrir íbúa á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Vestfjörðum sem haldið verður á Hótel Laugarbkka sunnudaginn 3. nóvember nk. kl. 10-17. Námskeiðið er endurgjaldslaust fyrir íbúa framangreindra svæða en skráning nauðsynleg. Námskeiðið er leitt af Jóni Halldórssyni hjá mennta- og þjálfunarfyrirtækinu KVAN.

Vilt þú finna kraftinn til þess að taka næsta skref? Vilt þú fá aukið sjálfstraust til þess að hámarka árangur í starfi og/eða einkalífi? Vilt þú verða markmiðadrifin(n) og ná aukinni einbeitingu í verkefnum en á sama tíma ná að njóta augnabliksins? Hvort sem þú vilt styrkja þig í persónulega lífinu eða annarsstaðar, þá ættu allir að geta grætt eitthvað á námskeiði KVAN. Nánar hér

Skráning á námskeiðið fer fram hér.

Skýrslan Leiðir til byggðafestu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?